Hoppa yfir valmynd
16. júní 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ísland tekur þátt í 15. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd samnings um réttindi fatlaðs fólks

Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, við upptöku á ávarpinu.  - mynd

Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, flutti fyrir hönd Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, rafrænt ávarp á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks sem haldinn var í New York 14 – 16 júní.

Á hverju ári kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir samráði við öll aðildarríki þar sem ríkin eru beðin um að gera grein fyrir framvindu samningsins. Í ávarpi sínu fór Þór yfir framgang samningsins hér á landi og næstu skref í framkvæmd hans. Fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins gerði síðast grein fyrir framkvæmd samningsins á Allsherjarþinginu í júní 2019.  Vegna Covid-19 faraldursins var ráðstefnan ekki haldin árin 2020 og 2021 en ráðuneytið sendi inn greinagerð þar sem gerð var grein fyrir stöðu mála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum