Hoppa yfir valmynd
16. júní 2022 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur EFTA á Íslandi

Ráðherrar, þingmenn og samstarfsaðilar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) koma saman til árlegs sumarfundar mánudaginn 20. júní. Fundurinn fer að þessu sinni fram í Borgarnesi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir stýrir fundinum en hann markar lok formennsku Íslands í EFTA-ráðinu undanfarið ár.

Samvinna EFTA-ríkjanna, staða fríverslunarviðræðna við önnur ríki og samskiptin við Evrópusambandið verða aðalumræðuefni hins formlega ráðherrafundar sem fram fer í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þá funda ráðherrarnir jafnframt með þingmannanefnd EFTA og ráðgjafarnefnd EFTA. Auk þess verður efnt til viðburða með fulltrúum þriggja ríkja sem eiga í fríverslunarviðræðum við EFTA: Kósovó, Taílands og Moldóvu. 

Fulltrúar aðildarríkjanna og EFTA-skrifstofunnar á ráðherrafundinum eru eftirfarandi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Dominique Hasler utanríkisráðherra Liechtenstein, Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Marie-Gabrielle Ineichen-Fleisch, ráðuneytisstjóri í efnahagsmálaráðuneyti Sviss og Henri Gétaz, framkvæmdastjóri EFTA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira