Hoppa yfir valmynd
27. júní 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Norðurlönd taka sér stöðu með hinsegin fólki og mótmæla hvers konar ofbeldi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, leggur blóm á vettvangi árásarinnar.  - mynd

Samstarfsráðherrar Norðurlanda lögðu í dag blóm á þann stað sem voðaglæpur var framinn í höfuðborg Noregs á laugardagskvöld. Í því sambandi lýstu ráðherrarnir yfir eftirfarandi:

Ósló hefur orðið vettvangur hryllilegrar árásar á saklaust fólk. Tveir létu lífið og margir særðust. Orð megna sín lítils gagnvart slíkum harmleik. Hugur okkar er hjá hinum látnu og sáru og öllum aðstandendum þeirra eftir þennan hræðilega atburð.

Norðurlönd taka sér stöðu með hinsegin fólki (LGBTQI+ samfélaginu) og mótmæla hvers konar ofbeldi.

Á þessum sorgartímum viljum við minna á norræna samstöðu um mannréttindi, sameiginleg gildi og opin samfélög þar sem allir geta átt heima. Árásin sýnir að við megum aldrei unna okkur hvíldar í varðstöðunni um grundvallargildi okkar.

  • Samstarfsráðherrar Norðurlanda í Ósló í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira