AGS birtir árlega skýrslu um íslenskt efnahagslíf
Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf hefur verið birt. Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í maí síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.
Skýrslurnar er að finna á vef sjóðsins ásamt ýmsu öðru nýlegu efni:
- 2022 ARTICLE IV CONSULTATION—PRESS RELEASE; AND STAFF REPORT
- ICELAND - SELECTED ISSUES
- IMF Executive Board Concludes 2022 Article IV Consultation with Iceland
- Fréttatilkynning um heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í maí 2022
- Umfjöllun um Ísland á vef AGS