Hoppa yfir valmynd
28. júní 2022 Forsætisráðuneytið

Eggert Benedikt Guðmundsson ráðinn í starf leiðtoga á sviði sjálfbærrar þróunar

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf leiðtoga á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu. Starfið var auglýst í apríl sl. og bárust alls 47 umsóknir en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Eggert Benedikt er með meistarapróf í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe og MBA próf frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona. Hann hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, m.a. sem forstjóri HB Granda og N1, auk þess sem hann stýrði Grænvangi, samstarfsvettvangi stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 

Starf leiðtoga á sviði sjálfbærrar þróunar er nýtt starf í forsætisráðuneytinu. Meðal áhersluatriða er mótun stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun, samvinnu við sveitarfélög og við aðila vinnumarkaðarins um réttlát umskipti og samhæfing ólíkra ráðuneyta við eftirfylgni aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Eggert Benedikt mun hefja störf í byrjun ágúst nk. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira