Hoppa yfir valmynd
28. júní 2022 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Madríd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Madríd á morgun og stendur fram á fimmtudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mun einnig sitja fundinn.

Á fundinum verður ný grunnstefna Atlantshafsbandalagsins lögð fyrir leiðtogana til samþykktar en stefnan mun skilgreina meginmarkmið og verkefni bandalagsins næsta áratug. Þá munu leiðtogarnir m.a. ræða um frekari stuðning Atlantshafsbandalagsins við Úkraínu, varnarviðbúnað bandalagsins og aðildarumsóknir Finnlands og Svíþjóðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum