Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Arnór Snæbjörnsson skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Arnór Snæbjörnsson - mynd

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Arnór Snæbjörnsson í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára.

Arnór lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og meistaraprófi í sagnfræði frá sama skóla árið 2015, auk þess hefur hann lokið diplómaprófi í hafrétti. Þá hefur hann stundað meistaranám í stjórnun og stefnumótun við HÍ.

Arnór öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2008 og starfar hann í dag sem lögfræðingur í matvælaráðuneytinu. Frá árinu 2012 starfaði  hann í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fyrst sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis til 2018, þegar hann varð yfirlögfræðingur á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar og sem settur skrifstofustjóri skrifstofunnar tímabundið 2020. Áður starfaði Arnór sem lögfræðingur og deildarstjóri í landbúnaðar­ráðuneytinu og sem starfsmaður skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu. Hann hefur verið í stjórn Hafréttarstofnunar frá árinu 2016.

Arnór hefur sinnt margþættum störfum á vegum íslenskra stjórnvalda og er m.a. stundakennari við Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var auglýst í febrúar sl.  og sóttu sjö um embættið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira