Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2022 Forsætisráðuneytið

Danmörk, Ísland og Noregur reiðubúin að fullgilda samninga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu

Forsætisráðherrar Danmerkur, Íslands og Noregs segja í sameiginlegri tilkynningu að allt sé nú til reiðu til að löndin þrjú fullgildi samninga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Tilkynningin er gefin út í kjölfar þess að aðildarsamningar Finnlands og Svíþjóðar voru undirritaðir fyrr í dag.

Í tilkynningunni segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra:

„Ég styð aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Finnland og Svíþjóð eru öflugir málsvarar lýðræðis, mannréttinda og félagslegra gilda sem eru mikilvæg sjónarmið innan Atlantshafsbandalagsins.“

Tilkynningin í dag kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar frá 16. maí sl. þar sem forsætisráðherrar Danmerkur, Íslands og Noregs ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Sameiginleg tilkynning forsætisráðherra Danmerkur, Íslands og Noregs 5. júlí 2022

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum