Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á velsældarráðstefnu í Oxford háskóla

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í gær lokaræðuna á ráðstefnu í Oxford háskóla um rannsóknir og stefnumótun á sviði velsældar. Á ráðstefnunni komu saman fræðafólk, þriðji geirinn, atvinnurekendur, stjórnmálamenn og fólk innan stjórnsýslunnar til að ræða nýjustu rannsóknir og þróun á sviði velsældarhugmyndafræðinnar.

Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherra áherslur íslenskra stjórnvalda á velsældarhagkerfið og notkun velsældarvísa til að mæla hagsæld og lífsgæði. Við endurreisnina í kjölfar heimsfaraldursins hafi íslensk stjórnvöld horft til velsældarsjónarmiða og lagt þar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna.

Þá ræddi forsætisráðherra um tengsl velsældar og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Sú barátta neyði okkur til að endurhugsa lifnaðarhætti okkar, neyslu, framleiðslu og samgönguhætti. Þótt kostnaðurinn við að afstýra loftslagsvánni geti orðið umtalsverður þurfi það ekki að þýða minni velsæld ef áhersla er lögð á þarfir fólks frekar en að einblína einvörðungu á efnahagslegan vöxt.

Heimasíða ráðstefnunnar 

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Richard Layard, hagfræðingur og prófessor emeritus við London School of Economics and Political Science

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira