Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2022 Félagsmálaráðuneytið

Rannsókn á stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman

Félagsvísindastofnun Háskóla Ísland hefur verið falið að gera rannsókn þar sem könnuð verður staða barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman, en sá hópur hefur lítið verið skoðaður hér á landi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur að gerð rannsóknarinnar í samvinnu við Velferðarvaktina. Gagna verður aflað með spurningakönnun sem lögð verður fyrir tilviljunarúrtak foreldra af landinu öllu, sem eiga börn en deila ekki lögheimili með þeim. Í rannsókninni verður meðal annars leitast við að athuga hvort og þá hvernig fjárhagur þeirra hafi áhrif á samveru og samband við börnin, kostnaðarþátttöku í uppeldi barnanna s.s. við íþrótta- og tómstundaiðkun. Gert er ráð fyrir að rannsókninni verði lokið síðla árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum