Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytið endurnýjar samning við FKA

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), skrifuðu undir samstarfssamning í Stjórnarráðinu í gær.

Meginmarkmið samstarfssamningsins er að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Þá er einnig kveðið á um að kynna og þróa Jafnvægisvogina sem er mælitæki til að hafa eftirlit með stöðu og þróun kynjajafnréttis í stjórnum og framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja. 

Samstarfssamningurinn er til eins árs og gildir frá 11. júlí 2022 til 11. júlí 2023. Samningurinn er framhald á stuðningi forsætisráðuneytisins við FKA og greiðir ráðuneytið FKA tvær milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira