Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

230 milljónum veitt í styrki til að efla hringrásarhagkerfið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti í dag 22 verkefni sem fá úthlutun á þessu ári úr sjóði vegna styrkja til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna eru 20 milljónir króna.

Verkefnin eru af margvíslegum toga, fjölbreytt og til marks um mikinn áhuga á hringrásarhagkerfinu um allt land. Heildarstyrkupphæð er 230 milljónir króna, þar af eru 141 milljónir veittar vegna nýsköpunarverkefna og 89 milljónir vegna annarra verkefna.

Markmið með styrkveitingunum er að:

a) Efla úrgangsforvarnir á Íslandi, s.s. til að draga úr myndun úrgangs.

b) Bæta flokkun úrgangs hér á landi.

c) Efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað.

d) Stuðla að aukinni endurvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs sem fellur til hér á landi.

e) Efla tækifæri til nýsköpunar og þróunar á búnaði sem dregur úr magni úrgangs eða auðveldar flokkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs.

„Innleiðing hringrásarhagkerfis er mikilvægur liður í að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Það er því ánægjulegt og veitir tilefni til bjartsýni að skynja hversu mikill áhugi er á þessum málaflokki og verður áhugavert að fylgjast með framþróun þeirra verkefna sem hér hljóta styrk,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Styrkirnir voru auglýstir í mars sl. og bárust ráðuneytinu alls 95 umsóknir og var heildarupphæð umsókna 1.250 milljónir króna. Matshópur lagði mat á allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:

Umsækjandi

Heiti verkefnis

Styrkupphæð

Atmonia

Framleiðsla á nítrati úr hliðarafurðum verksmiðjuferla

7.000.000

EFLA

Hringrásarveggur

12.000.000

EFLA

Auðlindahringrás í rekstri

8.000.000

Gefn

Græn efnavara úr úrgangi og útblæstri

20.000.000

Gerosion

Notkun plastúrgangs í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu

11.200.000

Grænni byggð

CIRCON: circular economy in construction

6.700.000

IÐA

Endurnýting byggingarefna á Íslandi

20.000.000

Jarðgerðarfélagið

Bokashi gerjun fyrir sveitarfélög

12.500.000

Landeldi

Lífrænn áburður úr laxeldi

20.000.000

Matís

Lífkol úr landeldi

2.000.000

Matís

Örverur til auðgunar fiskeldisseyru

9.500.000

Orkugerðin

Blöndun kjötmjöls og mykju við áburðardreifingu

12.000.000

Plastplan

Samþætting plastendurvinnslu og afurðasköpunar

8.500.000

Primex

Heilsubót úr hliðarstraumum kítínvinnslu

9.400.000

RVK Tool Library

Hringrásarsafn

10.000.000

Sláturhús Vesturlands

Verðmætasköpun með minnkun sláturúrgangs

7.000.000

SORPA

Matvæli í umbúðum móttaka og vinnsla

20.000.000

Spjarasafnið

SPJARA þjónustu- og hönnunarþróun

10.000.000

Úrvinnslan

Endurvinnsla á sláturúrgangi

20.000.000

Vistorka

Brauðmyljarinn

1.400.000

Vistorka

Söfnunarkerfi fyrir notaða matarolíu og fitu

2.000.000

Vistorka

Leifur Arnar á landsvísu

800.000

Alls

230.000.000

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira