Hoppa yfir valmynd
20. júlí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Betri lífsgæði og aukin verðmætasköpun: Hönnunarstefna til kynningar í samráðsgátt

Drög að stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og stendur samráðið til 20. ágúst.

„Framtíðarsýn nýrrar stefnur er að nýta hönnun og arkitektúr markvisst til að auka lífsgæði hér á landi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Með því að nýta aðferðir hönnunar getum við bætt gæði, heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað verðmætasköpun á ólíkum sviðum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Leiðir að meginmarkmiðum stefnunnar um aukin lífsgæði og verðmætasköpun tengjast;
• verðmætasköpun sem byggir á hönnun og arkitektúr
• hagnýtingu hönnunar sem breytingaafls
• menntun framsækinna kynslóða
• sjálfbærri innviðauppbyggingu
• kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr.

Nú er kallað eftir umsögnum og ábendingum um inntak, forgangsröðun og áherslur í stefnunni og fyrri aðgerðaáætlun hennar. Síðan verður unnið úr þeim ábendingum sem berast og að frekara samráði um nánari útfærslur aðgerða.

Stefnudrögin byggja á eldri stefnumótun sem fram fór árin 2011-2013 og stefnu sem í gildi var árin 2014-2018, drögum að nýrri stefnu sem kynnt var árið 2018 og umsögnum sem um þau bárust, niðurstöðum stefnumóts Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem fram fór í júní 2021 og umræðum og forgangsröðun rýnihópafundar sem boðað var til í byrjun júní 2022.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira