Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Opnir viðtalstímar ráðherra í Grósku

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður í haust með opna viðtalstíma í Grósku. Ráðherra býður öll áhugasöm velkomin í stutt, milliliðalaust spjall þar sem tækifæri gefst til að viðra hugmyndir, kynna þær eða koma athugasemdum tengdum málefnum á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á framfæri.

Opnir viðtalstímar í Grósku í haust verða á eftirfarandi tímum:

  • Fimmtudagur 15. september kl.15:00-16:00
  • Miðvikudagur 26. október kl. 9:00-10:30
Vinsamlega athugið að tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar á dagskrá ráðherra. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum