Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2022 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópskar tilskipanir um veghæfi bifreiða

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á þremur tilskipunum um veghæfi bifreiða og eftirlit með því. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 28. september 2022.

Helsta markmið endurskoðunarinnar er að tryggja öryggis- og aðstoðarkerfi bifreiða séu áreiðanleg allan þann tíma sem þeim er ætlað að endast. Þess utan á að tryggja að prófanir á losun gróðurhúsalofttegunda frá ökutækjum sem gerðar eru við skoðun séu áreiðanlegar. Loks er ætlunin að bæta vistun og miðlun á upplýsingum um veghæfi á milli ríkja innan Evrópu.

Tilskipanirnar sem um ræðir eru:

  • Directive 2014/45/EC on the periodic roadworthiness tests for motor vehicles
  • Directive 2014/47/EC on the technical roadside inspections of commercial vehicles
  • Directive 1999/37/EC (as amended by Directive 2014/46/EC) on the registration documents for vehicles
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira