Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2022 Forsætisráðuneytið

Embætti hagstofustjóra auglýst laust til umsóknar

Embætti hagstofustjóra verður auglýst laust til umsóknar um helgina en forsætisráðherra skipar í embættið frá 1. nóvember næstkomandi. Skipuð verður þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.

Ólafur Hjálmarsson, núverandi hagstofustjóri, hefur óskað eftir því að verða færður til í starfi og mun hann taka við starfi skrifstofustjóra fjármálaráðs frá og með 1. september nk. Ólafur var skipaður í embætti hagstofustjóra 1. mars 2008 og hefur því gegnt starfinu samfellt í rúm 14 ár. Hann var áður skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Núverandi staðgengli hagstofustjóra, Elsu Björk Knútsdóttur, hefur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira