Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2022 Utanríkisráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ráðið Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur í stöðu aðstoðarmanns ráðherra. 

Inga Hrefna var aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrrverandi ráðherra, árin 2013-2021. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er í dag formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna.

Inga Hrefna er fædd og uppalin á Seyðisfirði. Hún er gift Þorgeiri Arnari Jónssyni og eiga þau tvö börn. 

Þórlindur Kjartansson er einnig aðstoðarmaður utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira