Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra kynnir áform um að greiða fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi

Matvælaráðherra kynnir áform um að greiða fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi - myndiStock/James Martin
Að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt tvö áform um lagasetningu sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fiskiveiðiflotans og hraða orkuskiptum í samræmi við markmið stjórnvalda.

Við undirbúning var stuðst við nýlega skýrslu um græn skref í sjávarútvegi. Markmið stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Annarsvegar er um að ræða áform um frumvarp til laga sem heimilar smábátum eða fiskiskipum sem knúin eru rafmagni sem aðalaflgjafa að sækja um að landa 750 kg í þorskígildum talið af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð á strandveiðum á fiskveiðiárinu 2022/2023 í stað 650 kg. Þannig hafi eigendur smábáta eða minni fiskiskipa hvata til að fjárfesta í nýjum bátum og skipum eða breytingum þannig að þau gangi fyrir rafmagni með drifrafhlöðum í stað jarðefnaeldsneytis.

Hinsvegar er um að ræða áform um frumvarp sem varðar heimildir smærri togskipa til veiða innan 12 mílna beltis fiskveiðilandhelginnar, m.a. um hámarkslengd og vélarafl. Vélarafl er mælt í svonefndum aflvísi sem er margfeldi af hestöflum aðalvélar og þvermáli skrúfu viðkomandi skips. Í frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á þessum reglum til að greiða fyrir orkuskiptum og þá sérstaklega notkun tvíorkuskipa í fiskveiðum.

„Þessi áform eru lögð fram til að gera íslenskum sjávarútvegi kleift að vera áfram í fremstu röð á alþjóðavísu með sjálfbærri auðlindanýtingu, verðmætasköpun og kolefnishlutleysi. Verkefnið er krefjandi og það eru mörg skref eftir, en mikilvægast er að byrja,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

Áformin má nálgast hér og hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira