Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hreinn Loftsson aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Hrein Loftsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn. Hreinn hleypur í skarðið í fjarveru Eydísar Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi þar til um áramót.

Hreinn lauk laganámi við Háskóla Íslands árið 1983 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti tíu árum síðar. Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í nokkrum ráðuneytum á árunum 1985 til 1992. Hann starfaði sem lögmaður, fyrst á eigin stofu og síðar sem meðeigandi lögmannsstofunnar að Höfðabakka. Hreinn sneri aftur í starf aðstoðarmanns árið 2019 er hann gerðist aðstoðarmaður dómsmálaráðherra þegar Áslaug Arna gegndi því embætti. Þá hefur Hreinn einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, nefnda og félaga auk starfa á vettvangi stjórnmála.

Hreinn hefur þegar hafið störf sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur. Áslaug Hulda hefur nú tekið við starfi fastráðins aðstoðarmanns af Magnúsi Júlíussyni sem lét af störfum í sumar. Áður hafði Áslaug Hulda starfað sem tímabundinn aðstoðarmaður í fjarveru Eydísar Örnu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira