Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þorgeir Örlygsson fv. forseti Hæstaréttar leiðir starfshóp sem skoðar breytingu á stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála á Íslandi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða leiðir til að skapa eftirliti samkeppnis- og neytendamála nýja stjórnsýslulega stöðu innan stofnanakerfis ríkisins. Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er kveðið á um að stefnt verði að sameiningu Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu. Þá er einnig stefnt að því að kannaðir verði eftir atvikum kostir á sameiningu við aðrar stofnanir þar með talið fyrirtækjaskrá, ársreikningaskrá og hlutafélagaskrá sem aukið geti samlegðaráhrif og skilvirkni í opinberu eftirliti.

Meginmarkmiðið með því er að styrkja samkeppni innanlands, tryggja stöðu neytenda betur í nýju umhverfi viðskipta og efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Starfshópinn skipa þau Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, formaður, Angantýr Einarsson, bæjarritari og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Með þeim starfar Harpa Theodórsdóttir, viðskiptafræðingur og sérfræðingur hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Starfshópnum er ætlað að ræða við hagaðila og gera sjálfstæðar rannsóknir.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra tillögum sínum fyrir 1. febrúar 2023.

 Auk þess mun starfshópurinn skoða gildandi ákvæði laga um Samkeppniseftirlitið, einkum um málsmeðferð og hlutverk stjórnar, og meta fýsileika þess að sameina Samkeppniseftirlitið öðrum stofnunum ráðuneytisins. Þá skal starfshópurinn gera tillögur til úrbóta og benda á þau lagaákvæði sem að hans mati þarfnast breytinga. Í störfum sínum skal starfshópurinn kanna stjórnskipulag og stjórnsýslulega stöðu eftirlitsstofnana á sviði samkeppni og neytendaverndar á Norðurlöndum, einkum í Danmörku og Noregi, og þá reynslu sem fengist hefur af því stjórnskipulagi sem þar er viðhaft.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum