Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Austurlands

Frá heimsókn heilbrigðisráðherra í heilbrigðisumdæmi Heilbrigðisstofnunar Austurlands - mynd

Heilbrigðisráðherra heimsótti í vikunni Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) þar sem hann hitti framkvæmdastjórn stofnunarinnar og kynnti sér starfsemi hennar á Egilsstöðum, Reyðarfirði og í Neskaupsstað. Stofnunin veitir alhliða heilsugæslu- sjúkra- og hjúkrunarþjónustu á Austurlandi á 13 starfsstöðvum og rekur öll hjúkrunarheimilin í umdæminu sem eru fimm talsins.

Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi á ríflega 16.200 ferkílómetra svæði, allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar inn til landsins og niður á firði. Um 11.000 manns búa í heilbrigðisumdæminu. Starfsfólk stofnunarinnar telur um 420 manns. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupsstað, heilsugæslustöðvar eru átta í stærstu þéttbýliskjörnunum auk þriggja heilsugæslustöðva á fámennari stöðunum. Áhersla lögð á þverfaglega teymisvinnu

Starfsfólk og stjórnendur HSA hafa unnið markvisst að því að efla teymisvinnu þvert á fagstéttir og byggðarlög. Hjá  heilsugæslunni starfa iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, fíkniráðgjafi, félagsráðgjafi og sálfræðingar og er stefnt að því að fjölga fagstéttum enn frekar. Geðheilsuteymi starfar innan heilsugæslu HSA og á liðnu ári var ráinn yfirlæknir geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn til HSA árið 2017 og nú eru sálfræðingarnir fjórir. Geðheilbrigðisþjónusta í umdæminu hefur því styrkst verulega síðustu ár.

Síðastliðið ár var sett á fót þverfaglegt endurhæfingarteymi við HSA til að sinna einstaklingum með langvinna verki. Stofnun teymisins var liður í framkvæmd fimm ára aðgerðaáætlunar heilbrigðisráðuneytisins um endurhæfingu. Heimahjúkrun samræmd rekstri hjúkrunarheimila

Eins og fyrr segir rekur HSA öll hjúkrunarheimilin í heilbrigðisumdæminu sem eru fimm talsins. Stofnunin vinnur nú að því samræma þjónustu hjúkrunarheimilanna og veitingu heimahjúkrunar og nýta m.a. ýmsar tæknilausnir í því skyni. Meðal annars er horft til þess að sinna eftirliti með skjáheimsóknum inn á heimili þeirra sem njóta heimahjúkrunar. Með því móti sé unnt að efla mönnun hjúkrunarheimilanna og efla jafnframt heimahjúkrun með möguleika á þjónustu um kvöld og nætur.

  • Willum Þór heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson forstjóri HSA - mynd
  • Ráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Austurlands - mynd úr myndasafni númer 2
  • Ráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Austurlands - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum