Hoppa yfir valmynd
1. september 2022 Innviðaráðuneytið

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Sundabrautar

Sigurður Ingi Jóhannsson. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar og var fyrsti fundur hennar haldinn í lok ágúst. Í verkefnisstjórninni sitja fulltrúar innviðaráðuneytisins Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að hafa umsjón með og fylgja eftir undirbúningi framkvæmdarinnar en stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist 2026 og að Sundabraut verði tekin í notkun eigi síðar en árið 2031.

Verkefnisstjórnina skipa:

  • Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, sem jafnframt er formaður.
  • Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar
  • Árni Freyr Stefánsson, fulltrúi innviðaráðuneytisins
  • Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
  • Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vegagerðin hefur auglýst eftir verkefnastjóra Sundabrautar sem mun vinna fyrir verkefnisstjórnina að nauðsynlegum undirbúningi. Umsóknarfrestur er til og með 12. september.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira