Hoppa yfir valmynd
2. september 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra veitir undanþágu fyrir innflutningi áburðar

Að fenginni umsögn Matvælastofnunar hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veitt undanþágu frá reglugerð um hámarks innihald kadmíum í fosfór í innfluttum áburði.

Undanþágan er veitt vegna ástandsins á evrópskum áburðarmörkuðum sem sköpuðust í kjölfar viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi. Sökum þeirra hefur lokast fyrir stóran hluta framboðs á áburði sem inniheldur fosfór með lágu kadmíum innihaldi. Ljóst þykir miðað við stöðu heimsmála að Rússlandsmarkaður verði lokaður til lengri tíma, og að ekki fáist áburður þaðan á meðan.

Í mati Matvælastofnunar kom fram að hættulítið sé að hækka tímabundið leyfileg mörk kadmíums í fosfórblönduðum áburði hérlendis.

Í matinu kemur einnig fram að fosfór sé eitt mikilvægasta plöntunæringarefnið í áburði og því nauðsynlegt fyrir íslenskan landbúnað. Þetta næringarefni sé auk þess þegar fyrir hendi í þeim áburði sem notaður er hér á landi.

Reglugerðarbreytinguna má sjá hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira