Hoppa yfir valmynd
6. september 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Veitir styrk vegna samfélagslegrar nýsköpunar

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klaks, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Klaks, hafa undirritað samning um styrk til Snjallræðis vegna samfélagslegrar nýsköpunar. Styrkurinn nemur fimm milljónum króna.

Snjallræði er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í samfélaginu.

Snjallræði er samstarfsverkefni Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Umsjónaraðili er KLAK – Icelandic Startups sem býr yfir áralangri reynslu af nýsköpun og þróun viðskiptahugmynda. Til þátttöku árið 2022 voru valin tíu sprotafyrirtæki.

Snjallræði er unnið í samstarfi við bandaríska háskólann MIT og koma sérfræðingar frá háskólanum til landsins og vinna með þátttakendum. Auk þess hitta teymin reynda frumkvöðla, fjárfesta og aðra sérfræðinga úr atvinnulífinu. Að 16 viknum liðnum eiga þátttakendur að vera í stakk búnir til að kynna verkefni sín fyrir fjárfestum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:

„Það er ánægjulegt að taka þátt í að styðja frumkvöðla sem brenna fyrir nýjum lausnum í velferðar- og samfélagsmálum. Fjölbreyttar áskoranir kalla á fjölbreyttar lausnir og það er mikilvægt að svona vettvangur sé til þar sem vonandi upp spretta góðar lausnir.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira