Hoppa yfir valmynd
7. september 2022 Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Andrej Kúrkov, handhafi bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2022. - mynd

Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti Kúrkov verðlaunin í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru jafnan veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum.

Forsætisráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið, útgefandi Halldórs Laxness á Íslandi, standa að verðlaununum.

Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni eru Egill Helgason fjölmiðlamaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík, og Elif Shafak, handhafi verðlaunanna frá því í fyrra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira