Hoppa yfir valmynd
8. september 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Auglýsing á starfi safnstjóra Listasafns Íslands

Auglýsing á starfi safnstjóra Listasafns Íslands - myndListasafn Íslands

Að gefnu tilefni vill menningar- og viðskiptaráðuneytið taka fram eftirfarandi varðandi auglýsingu á starfi safnstjóra Listasafns Íslands:

 

Athugasemdir hafa verið gerðar um að umsóknarfrestur sé of skammur, að nýráðnum safnstjóra sé ætlaður of skammur tími til að taka við safnstjórn og að áherslur í auglýsingunni séu ekki fullnægjandi.

 

Hið rétta er að almennur frestur til að sækja um auglýstar stöður hjá hinu opinbera eru 14 dagar frá því að auglýsing er birt. Í þessu tilfelli var fyrsta birting auglýsingarinnar 26. ágúst sl. en  umsóknarfrestur rennur út 20. september. Líða þannig 26 dagar frá fyrstu birtingu til síðasta umsóknardags.

 

Löng hefð er fyrir því, þegar ráðinn er nýr forstöðumaður hjá hinu opinbera, að gæta að einstaklingsbundnum aðstæðum viðkomandi við upphaf starfs. Ef nýr safnstjóri þarf lengri tíma til að ljúka fráfarandi starfi mun annar einstaklingur verða fenginn til að hlaupa í skarðið tímabundið.

 

Auglýsingin birtir hæfniskröfur sem eru m.a. teknar beint upp úr myndlistarlögum um hvaða þekkingu og menntun safnstjóra er ætlað að hafa. Í auglýsingunni er lögð áhersla á þá staðreynd að safnstjóri Listasafns Íslands er eins og aðrir forstöðumenn opinberra stofnana, stjórnandi hennar og þarf því að hafa til að bera stjórnunarreynslu. Í ljósi þess að um eitt af höfuðsöfnum Íslands er að ræða er lögð áhersla í auglýsingunni á að leita eftir leiðtoga fyrir þann hóp starfsfólks sem starfar hjá safninu, sem annast um safneignina, varðveislu og sýningu hennar. Var þannig m.a. horft til stjórnendastefnu hins opinbera sem finna má á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands, sbr. 39. gr. C laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira