Hoppa yfir valmynd
8. september 2022 Forsætisráðuneytið

Vel heppnaðri fundaröð um mannréttindi lokið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og þátttakendur á fundinum á Ísafirði. - mynd

Hátt í tvö hundruð manns tóku þátt í umræðum um stöðu mannréttinda í fundaröð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Fimm opnir samráðsfundir voru haldnir víða um landið en fundað var á Selfossi, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Markmið fundanna var að fá fram upplýsingar frá almenningi um stöðu mannréttinda á Íslandi, helstu áskoranir og tækifæri til framfara í málaflokknum.

Forsætisráðherra opnaði alla fundina áður en dr. Kári Hólmar Ragnarsson flutti erindi sem bar yfirskriftina Hvað eru mannréttindi?  Brúað var á milli erinda og umræðna með örerindi um mannréttindi. Nýtt erindi var á hverjum fundarstað en flytjendur þeirra voru Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs.

Á fundunum sköpuðust góðar umræður hjá fjölbreyttum hópi þátttakenda. Umræðurnar eru mikilvægur liður inn í stöðumat og valkosti sem koma fram í Grænbók um mannréttindi sem unnið er að í forsætisráðuneytinu.

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt nemendum í 3. N í Menntaskólanum á Laugarvatni á fundinum á Selfossi.
  • Umræður á fundinum í Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira