Hoppa yfir valmynd
8. september 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnastjórn falið að meta og innleiða tillögur starfshóps um gæðamál tengd liðskiptaaðgerðum

Verkefnastjórn falið að meta og innleiða tillögur starfshóps um gæðamál tengd liðskiptaaðgerðum - myndHeilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið birtir hér með skýrslu starfshóps um gæðamál tengd liðskiptaaðgerðum. Þar eru lagðar fram tillögur að samræmdu og stöðluðu verklagi liðskiptaaðgerða, allt frá undirbúningi tilvísunarbeiðna til  eftirfylgdar eftir aðgerð. Tilgangurinn er að auka gæði og öryggi þjónustunnar. Heilbrigðisráðherra fól embætti landlæknis að leiða verkefnið í samvinnu við fulltrúa  stofnana sem framkvæma liðskiptaaðgerðir hér á landi og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Heilbrigðisráðherra hefur í framhaldi ákveðið að skipa verkefnastjórn til að meta og innleiða tillögur starfshópsins. Óskað hefur verið eftir tilnefningum í verkefnastjórnina frá embætti landlæknis, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Klíníkinni og er gert ráð fyrir að tilnefningar liggi fyrir í lok þessa mánaðar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum