Hoppa yfir valmynd
12. september 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Ásgeir Margeirsson skipaður formaður stýrihóps um Hringbrautarverkefnið

Heilbrigðisráðherra hefur framlengt skipunartíma stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala ohf. (NLSH) til 25. ágúst 2024. Ásgeir Margeirsson hefur verið skipaður formaður hópsins og tekur við af Unni Brá Konráðsdóttur sem horfin er til annarra starfa. Skipan hópsins er að öðru leyti óbreytt.

Ríkisstjórnin samþykkti í maí 2019 tillögu heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um að skipa stýrihóp til að annast umsjón og samþættingu allra þátta skipulags framkvæmda við Landspítala. Stýrihópurinn var skipaður frá og með 25. ágúst 2020 til tveggja ára. Skipunartími stýrihópsins rann út um miðjan ágúst sl. en ákveðið var að framlengja hann til tveggja ára, þ.e. til 25. ágúst 2024.

Stýrihópnum er ætlað að hafa yfirsýn yfir öll verkefni NLSH ohf., staðfesta áætlanir og tryggja að verkefnið lúti áherslum stjórnvalda varðandi hlutverk Landspítala, áætlunum um verkefni og rekstur hans og byggi á stefnu í heilbrigðismálum. Hópurinn ber ábyrgð gagnvart heilbrigðisráðuneytinu og fjármála- og efnhagsráðuneytinu, mótar stefnu, annast yfirstjórn og samhæfingu allra þátta verkefnisins og veitir ráðgjöf um þróun á þjónustu Landspítala og umbætur til framtíðar.

Stýrihópurinn er svo skipaður:

  • Ásgeir Margeirsson, formaður
  • Ásta Valdimarsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu
  • Guðmundur Árnason, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Runólfur Pálsson, Landspítala
  • Gunnar Guðni Tómasson, Landsvirkjun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira