Hoppa yfir valmynd
13. september 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ferðalag um náttúru Íslands

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru skólar hvattir til þess að hafa daginn í huga í starfsemi sinni.

Af því tilefni hefur umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið, í samvinnu við Landvernd og Miðstöð útivistar og útináms, miðlað ratleik til allra grunnskóla landsins. Yfirskrift leiksins er „Ferðalag um náttúru Íslands“ og er þar lögð áhersla á sérstöðu náttúrufyrirbrigða íslenskrar náttúru og eru þau samofin, á ævintýralegan hátt, íslensku dýraríki, þjóðlegum vættum og öðrum furðuverum.

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og íslensk náttúra. Íslendingar hafa þurft að aðlaga líf sitt á harðbýlu landi og þroskast samhliða kröftugum náttúruöflum og gjöfulli náttúru.  

Verkefnið er hægt að vinna jafnt á skólalóð sem og í næsta umhverfi og er hvatt til þess að allir nemendur taki þátt. Það krefst lítils undirbúnings og skólagagna og tekur lengd þess mið af ólíkri getu nemenda. Hægt er að nálgast verkefnið hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið Sþ: 11 Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum