Hoppa yfir valmynd
14. september 2022 Matvælaráðuneytið

Fyrri úthlutun þróunarfjár búvörusamninga

Fyrri úthlutun þróunarfjár búvörusamninga - myndiStock/Karel Stipek

Matvælaráðuneytið hefur gengið frá fyrri úthlutun þróunarfjár búvörusamninga á árinu 2022. Alls var úthlutað tæpum 111 milljónum króna til 27 verkefna. Þrettán verkefni í sauðfjárrækt fengu styrki að upphæð 42,5 milljónir, níu í nautgriparækt að upphæð 32,3 milljónir, og fimm í garðyrkju að upphæð 36,1 milljón.

Þróunarfjármunum búgreina er úthlutað af matvælaráðuneytinu í samræmi við ákvæði búvörusamninga hverrar greinar og reglugerða um stuðning við viðkomandi grein. Þeim er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum. Fagráð búgreina sem starfa samkvæmt búnaðarlögum leggja mat á umsóknir og eru meðmæli þeirra forsenda styrkveitinga ráðuneytisins.

Hér má sjá yfirlit styrkt verkefni, styrkhafa og styrkupphæðir. 

Garðyrkja
Umsækjandi Verkefni Styrkupphæð Landshluti
Bændasamtök Íslands Erlendir garðyrkjuráðunautar 21.400.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Mygluspá fyrir garðyrkjubændur 4.810.080 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Kynnisferð til Danmerkur. Lífræn ræktun 1.359.750 Allt landið
Syðra Holt ehf Nýting lífrænna áburðarefna úr nærsamfélaginu í lífræna garðyrkju 2.500.000 Norðurland eystra
Landbúnaðarháskóli Íslands Áhrif lýsingar og CO2 auðgunar á vöxtuppskeru og gæði gróðurhúsatómata 6.000.000 Suðurland
Samtals 36.069.830
Nautgriparækt
Landbúnaðarháskóli Íslands Erfðastuðlar og erfðaþróun júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins 2.900.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Rekstur kúabúa – greining rekstrargagna og eftirfylgni til bænda 4.783.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf NorFor 2022 1.678.906 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Kyngreining á sæði 1.017.000 Allt landið
Landbúnaðarháskóli Íslands Beit mjólkurkúa í mjaltaþjónahúsi 3.372.500 Vesturland
Hvanneyrarbúið ehf Kúabelgir- uppskera og fóðurgildi einærra belgjurta fyrir mjólkurkýr 3.769.500 Vesturland
Landbúnaðarháskóli Íslands Heygæði við notkun sjálfbærra áburðargjafa 4.711.000 Vesturland
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Hjarðheilbrigði 4.348.800 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Áhrif mismunandi kjarnfóðurgjafar á vöxt holdablendinga - gerð reiknilíkans 5.680.500 Allt landið
Samtals 32.261.206
Sauðfjárrækt
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Fjárvís.is, Innlestur á riðuarfgerðum og arfgerðarspálíkan 6.000.000   Allt landið
Matís ohf Lambastress 2022 3.000.000 Höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Norðurland eystra, Suðurland
Landbúnaðarháskóli Íslands Staðalþungi íslenskra áa – tengsl lífþunga, holdastiga og þroskastigs 3.000.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins Arfgerðargreiningar fyrir hið sameiginlega ræktunarstarf 2022-2023 400.000 Allt landið
Matís ohf Aukin afköst og bætt hagkvæmni í greiningum á riðugeni 5.000.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Erfðarannsóknir á íslenska sauðfjár-stofninum með áherslu á gripi með verndandi arfgerðir 8.000.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna 2022 650.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf Afkvæmarannsóknir bænda á hrútum 2022 3.500.000 Allt landið
Charlotta Oddsdóttir - Keldur Greining E. Coli stofna sem valda slefsýki og lambaskitu 3.000.000 Allt landið
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf PMCA rannsóknir á næmi mismunandi PrP, arfgerða fyrir riðusmiti í íslensku sauðfé 3.800.000 Allt landið
Þórdís Þórarinsdóttir Ræktun gegn riðu – hermirannsókn 3.000.000 Allt landið
Kynbótastöð ehf Styrkur til kaupa á hrútum með verndandi arfgerð gegn riðu inn á Sauðfjársæðingarstöðvarnar 2.500.000 Allt landið
Kynbótastöð ehf Mismunandi sæðingatími með frystu hrútasæði frá því að vart verður við biðilseinkenni áa 400.000 Allt landið
Samtals 42.250.000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum