Hoppa yfir valmynd
14. september 2022 Forsætisráðuneytið

Upplýsingastefna stjórnvalda til umsagnar í Samráðsgátt

Forsætisráðuneytið hefur birt drög að upplýsingastefnu stjórnvalda í Samráðsgátt. Frestur til umsagna er til 9. október nk. Upplýsingastefnu stjórnvalda er ætlað að endurspegla gildi opinnar og vandaðrar stjórnsýslu og skilgreina megináherslur við miðlun og meðhöndlun upplýsinga.

Leiðarljós stefnunnar er að stjórnvöld viðhafi gagnsæja stjórnarhætti þar sem almenningur hefur aðgang að skýrum, traustum og áreiðanlegum upplýsingum um starfsemi stjórnvalda og opinber málefni.

Í stefnunni eru sett fram þrjú meginmarkmið:

  1. Gagnsæi í störfum stjórnvalda
  2. Öflug miðlun upplýsinga
  3. Greiður aðgangur að upplýsingum

Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira