Hoppa yfir valmynd
19. september 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra flytur erindi í tilefni jafnlaunadagsins – viðburður á vegum Íslands og OECD

Dagskrá viðburðarins sem fram fer í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins árið 2022. - mynd

Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn var á sunnudag en Ísland átti frumkvæði að því að koma honum á laggirnar hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir þremur árum. Í tilefni dagsins mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, halda erindi á viðburði á morgun, þriðjudag, sem sendiráð og fastanefnd Íslands í París hafa skipulagt ásamt OECD. Viðburðurinn fer fram á netinu og öll þau sem vilja geta skráð sig og fylgst með.

Sambærilegur viðburður fór fram á jafnlaunadeginum í fyrra og sköpuðust góðar umræður.

Í þetta sinn verður sjónum beint að fæðingarorlofi og jafnrétti og munu eftirfarandi gestir flytja ávörp og taka þátt í umræðum:

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra á Íslandi
  • Jan Tinetti, innanríkisráðherra og ráðherra jafnréttismála á Nýja-Sjálandi
  • Manuel Lobo Antunes, sendiherra Portúgals hjá OECD
  • Matthias Cormann, framkvæmdastjóri OECD
  • Ulrik V. Knudsen varaframkvæmdastjóri OECD
  • Putri Realita hjá fyrirtækinu Danone sem er með 100.000 starfsmenn á heimsvísu
  • Tomoko Hasegawa frá samtökum atvinnurekenda í Japan

Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, flytur opnunarávarp, auk þess sem rýni OECD í málaflokknum verður kynnt á fundinum.

Viðburðurinn fer fram kl. 08:00-09:30 að íslenskum tíma og fer sem fyrr segir fram þriðjudaginn 20. september.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira