Hoppa yfir valmynd
20. september 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir Stórsveit Reykjavíkur á 30 ára afmælisári

Viljayfirlýsingin var undirrituð á tónleikunum - myndMummi Lú

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti Stórsveit Reykjavíkur þriggja milljón króna styrk af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar á 30 ára afmælistónleikum þeirra á sunnudag. 

 

Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1992 og er skipuð 17 vel menntuðum hljóðfæraleikurum, þar á meðal fremstu jazztónlistarmönnum landsins.

Sveitin hefur verið mjög virk í tónleikahaldi frá stofnun og spilað víða í Reykjavík og á landsbyggðinni og einnig í Danmörku og Svíþjóð. Eftir hana liggja átta geisladiskar og í heimi rytmískar tónlistar á Íslandi skipar stórsveitin svipaðan sess og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að jafnaði heldur Stórsveit Reykjavíkur átta tónleika á ári.

 

„Til hamingju með 30 ára afmælið - og takk fyrir ykkar frábæra starf. Það er okkur mjög mikið gleðiefni að færa ykkur þennan styrk. Við erum öll sammála um að Stórsveitin er vel að þessum styrk komin og það er okkar vilji að skapa henni rými til að starfa áfram um ókomna tíð“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra sem færði sveitinni kveðjur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra í tilefni dagsins.

 

Á tónleikunum undirritaði ráðherra einnig viljayfirlýsingu ásamt Skúla Helgasyni borgarfulltrúa um aukinn fjárstuðning til sveitarinnar. Viljayfirlýsingin verður nánar útfærð með samningi Reykjavíkurborgar, sveitarinnar og ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira