Hoppa yfir valmynd
21. september 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Málþing til heiðurs Þórólfi Guðnasyni - Gildi vísinda og nýsköpunar í heimsfaraldri

Þórólfur Guðnason - myndHeilbrigðisráðuneytið

Betur vinnur vit en strit — gildi vísinda og nýsköpunar í heimsfaraldri. Þetta er yfirskrift málþings sem embætti landlæknis efnir til 23. september næstkomandi til heiðurs Þórólfi Guðnasyni fyrrverandi sóttvarnalæknis í tilefni starfsloka hans. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst dagskrá klukkan 13:00 og stendur til 16:00. Málþingið er opið öllum, en þeir sem unnu með Þórólfi eru sérstaklega velkomnir. Fundarstjóri verður Alma D. Möller, landlæknir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum