Hoppa yfir valmynd
21. september 2022 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska reglugerð um vernd réttinda farþega í samgöngum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um tillögu að nýrri reglugerð sem á að vernda réttindi farþega í samgöngum. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 7. desember 2022.

Helsta markmiðið með tillögunni er að samræma og einfalda réttindamál farþega. Þá er ætlunin að tryggja að réttindi farþega séu einnig virk þegar áföll eins og Covid-19 faraldurinn ríða yfir. Þar af leiðandi á að samræma réttindi farþega á hinum ýmsum sviðum samgangna en taka jafnframt tillit til sérkenna hvers samgöngumáta fyrir sig.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum