Hoppa yfir valmynd
23. september 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjárlög 2023: Atvinnuleysi í lágmarki með kraftmikilli fjölgun starfa

Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp ársins 2023 - myndMynd/Eyþór

Atvinnuleysi á Íslandi er lágt í sögulegu samhengi vegna kraftmikillar fjölgunar starfa að undanförnu. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á fjárlagafrumvarpi ársins 2023 á dögunum. Ráðherra benti á að atvinnustigið hefði batnað mjög á Íslandi að undanförnu, en á einu ári hafa um 13.000 störf skapast.

„Við sjáum hvernig atvinnuleysi er nú orðið á pari eða jafnvel ívið betra en það var fyrir heimsfaraldurinn. Þetta eru tölur sem eru algjör umbylting á atvinnuástandi,“ sagði ráðherra.

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að fækkun starfa í faraldrinum hefur að fullu gengið til baka en störf hafa flust milli atvinnugreina. Störf í ferðaþjónustu eru aftur orðin jafn mörg og fyrir faraldurinn.

Úr kynningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023

50 milljörðum króna lægri útgjöld til atvinnuleysisbóta

Minna atvinnuleysi frá því sem var í faraldrinum hefur mikil áhrif á ríkissjóð en útgjöld vegna almennra atvinnuleysisbóta eru áætluð nærri 50 ma.kr. minni árið 2023 en 2021 á föstu verðlagi. „Þegar atvinnuleysi lækkar þá þarf minna að greiða út af atvinnuleysisbótum og fleiri taka þátt í að greiða staðgreiðslu og tryggingagjaldið tekur við sér, sem er einn lykilskattstofn ríkisins,“ sagði ráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira