Hoppa yfir valmynd
23. september 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýr langtímasamningur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis við Háskólann í Reykjavík

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir - mynd

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, hafa undirritað nýjan þjónustusamning til næstu fimm ára (2023-2027) um kennslu og rannsóknir við skólann. Með þessum nýja langtímasamningi við HR styður ráðuneytið við stöðugleika og fyrirsjáanleika í starfsemi háskólans og eykur möguleika hans til langtímafjármögnunar og verkefna til lengri tíma.

"Háskólinn í Reykjavík gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og þetta er því mjög ánægjulegur áfangi," segir Áslaug Arna. "Það skiptir miklu máli fyrir starfsemi háskólans að kominn sé á samningur til lengri tíma."

"Við í Háskólanum í Reykjavík höfum átt mjög gott samstarf við ráðherra, meðal annars í þessu verkefni, og við þökkum fyrir það traust sem okkur er sýnt með samningnum," segir Ragnhildur. "Samningurinn skýtur styrkari stoðum undir starfsemi háskólans og farsæld hans, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu."

Markmið þjónustusamningsins er að tryggja áframhaldandi velgengni á ofangreindum sviðum. Hann byggir að meginefni til á eldri samningi með gildistíma 2012-2016 sem hefur verið endurnýjaður árlega frá árinu 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira