Hoppa yfir valmynd
26. september 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Lagt til að tímabil endurhæfingarlífeyris verði allt að fimm ár

Drög að frumvarpi um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris hafa verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið er fyrsta skrefið í umbyltingu á greiðslu- og þjónustukerfi almannatrygginga vegna starfsgetumissis.

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris verði lengt þannig að það verði allt að 36 mánuðir í stað 18 mánaða eins og nú. Einnig að heimild til að framlengja greiðslutímabilið verði lengd úr 18 mánuðum í 24 mánuði. Þetta þýðir að tímabil endurhæfingarlífeyris verður allt að fimm ár í stað þriggja ára samkvæmt gildandi lögum.

Jafnframt er lagt til það skilyrði fyrir framlengingu greiðslna að starfsendurhæfing með aukna atvinnuþátttöku að markmiði sé enn metin raunhæf. Þannig hefur efni frumvarpsins mikla þýðingu í tengslum við störf nefndar um velferð og virkni á vinnumarkaði sem leitar meðal annars leiða til að draga úr ótímabæru brotthvarfi af vinnumarkaði og styðja við farsæla endurkomu starfsfólks, svo sem eftir langvinn veikindi. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:

Efni frumvarpsins er mikilvægt fyrir fólk sem missir starfsgetuna, enda er því ætlað að stuðla að árangursríkri starfsendurhæfingu og auka möguleika fólks til virkni í lífi og starfi. Frumvarpið er auk þess þýðingarmikið fyrir þær áherslur mínar sem snúa að heildrænni nálgun og aukinni samfellu í starfsendurhæfingu fólks.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum