Hoppa yfir valmynd
3. október 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 2/2022

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 34.500
2. Gisting í einn sólarhring kr. 20.400
3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 14.100
4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 7.050

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. október 2022. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2022.

Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki til að útlagður kostnaður sé sem næst viðmiðunarfjárhæðum.

Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira