Hoppa yfir valmynd
6. október 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bætt þjónusta við notendur með nýju mannauðstorgi ríkisins

Mannauðstorg ríkisins, ný upplýsingasíða um alla þætti mannauðsmála hjá ríkinu, var opnuð í dag.

Mannauðstorginu er ætlað að bæta þjónustu við notendur mannauðs- og launaupplýsinga hjá ríkinu en einnig að veita greinargóðar almennar upplýsingar. Fjallað er um alla þætti mannauðsmála, svo sem ráðningar, starfsþróun, heilsu, öryggi, vinnuumhverfi, samskipti, endurgjöf, starfsþróun og starfslok.

Enn fremur er á síðunni að finna upplýsingar um túlkun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á ákvæðum kjarasamninga, leiðbeiningar og sniðmát.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Fjársýsla ríkisins unnu að síðunni, en samhliða útgáfu Mannauðstorgsins flyst ráðgjöf vegna mannauðsmála sem áður var á hendi kjara- og mannauðssýslu ríkisins til mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins. Með bættu aðgengi að upplýsingum á mannauðstorgi og aukinni áherslu á stafrænar lausnir er gert ráð fyrir að mörg erindi verði hægt að leysa í formi sjálfsafgreiðslu.

Mun kjara- og mannauðssýslan sinna stefnumarkandi hlutverki í mannauðsmálum, bera ábyrgð á samningamálum og túlkunum og útfærslum kjarasamninga ásamt því að setja og innleiða stjórnendastefnu ríkisins

Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins mun sinna þjónustu og ráðgjöf við ríkisaðila á sviði mannauðs- og launamála ásamt launaafgreiðslu, launakeyrslum, launaþjónustu og þróun mannauðs- og launakerfa ríkisins.

Verkefnið er í takt við stefnu stjórnvalda um aukna stafræna þjónustu og nýsköpun í ríkisrekstri og var unnið í nánu samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Fjársýslu ríkisins og Stafræns Íslands.

Mannauðstorg ríkisins 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira