Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2022 Forsætisráðuneytið

Forvarnaraðgerðir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti komnar vel af stað

Um 65% aðgerða sem tilteknar eru í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni er annað hvort lokið eða þær komnar vel á veg. Þingsályktunin var samþykkt í júní 2020 og nær aðgerðaáætlun til áranna 2021-2025 en forsætisráðuneytið ber ábyrgð á eftirfylgni aðgerða.

Staða aðgerða byggist á huglægu og hlutlægu mati sem unnið er í samstarfi við tengiliði aðgerða. Margar aðgerðir eru tímasettar til ársins 2025 og því eðlilegt að einhverjar þeirra séu einungis metnar sem hafnar.

Í stýrihópnum sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, Jafnréttisstofu, Menntamálastofnunar, Barna- og fjölskyldustofu, Embættis landlæknis, mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Mælaborð um stöðu aðgerða

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum