Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kynningarfundur vegna styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála

Föstudaginn 11. nóvember n.k. mun innflytjendaráð standa fyrir opnum kynningarfundi um þróunarsjóð innflytjenda og umsóknarferlið, áherslur ársins og reglur sjóðsins. Fundurinn stendur frá kl. 13:00-13:45 og fer fram á netinu. Þátttakendur skrá sig fyrir fram.

Skráning fer fram hér.

Hægt er að velja um fjögur tungumál á fundinum: Íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Fólki verður fólki skipt í hópa á Teams eftir því hvaða tungumál það velur.

Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er til og með 1. desember n.k.

Sjá frétt þar sem auglýst var eftir umsóknum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum