Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2022 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Króatíu

Gordan Grlić-Radman utanríkisráðherra Króatíu og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. - mynd

Ársásarstríð Rússlands í Úkraínu, staða mála á Vestur-Balkanskaga og Evrópumál voru helstu umfjöllunarefni fundar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Gordan Grlić-Radman utanríkisráðherra Króatíu í dag. Grlić-Radman er staddur hér á landi í tilefni af þrjátíu ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Króatíu.

„Samstarf Íslands og Króatíu stendur traustum fótum á tvíhliða grundvelli og innan alþjóðastofnana. Fundurinn var einkar gagnlegur og samstaðan greinileg um mikilvægi þess að standa vörð um sameiginleg gildi á borð við lýðræði, réttarríkið og alþjóðakerfi sem byggir á alþjóðalögum,“ segir Þórdís Kolbrún.

Ráðherrarnir ræddu einnig formennsku Íslands í Evrópuráðinu sem hófst í síðustu viku, komandi leiðtogafund ráðsins sem haldinn verður á Íslandi í maí 2023 og samstöðu ríkjanna á sviði mannréttindamála.

Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu þann 19. desember 1991. Ríkin tóku í kjölfarið upp stjórnmálasamband 30. júní 1992. Á þessum tíma hafa ríkin átt farsælt samstarf m.a. á vettvangi Evrópuráðsins, Atlantshafsbandalagsins og í gegnum Uppbyggingarsjóð EES.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum