Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2022 Dómsmálaráðuneytið

Ein umsókn barst um embætti dómanda við Endurupptökudóm

Þann 28. október 2022 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar eitt embætti dómanda og eitt embætti varadómanda við Endurupptökudóm. Umsóknarfrestur rann út þann 14. nóvember og barst ráðuneytinu ein umsókn, frá Stefáni Geir Þórissyni lögmanni. Hefur sú umsókn verið send dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.

Ljóst er að ekki bárust nægilegar margar umsóknir til að skipa í bæði embættin er auglýst voru. Tekin verður ákvörðun um frekari auglýsingu embættanna er dómnefnd hefur lokið mati sínu á þeirri umsókn er barst.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira