Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frumvarp til breytinga á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur til kynningar í samráðsgátt

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur.

Markmið með frumvarpsdrögunum er að tryggja skýra lagaheimild Orkuveitu Reykjavíkur til að eiga hlut í félögum sem tengjast Carbfix- aðferðinni. Carbfix aðferðin felst í að leysa koldíoxíð í vatni og dæla því niður í basaltsberggrunn þar sem náttúrulegt ferli er notað til að steinrenna því til frambúðar. Við þróun tækninnar var stuðst við rannsóknir, búnað, aðstöðu og þekkingu Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga.  Sveitarfélögin sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur, stjórn fyrirtækisins og stjórn Carbfix telja æskilegt að stofna hefðbundið hlutafélag, Carbfix hf., um rekstur tækninnar, eigi hugmyndir félagsins um framtíðarnýtingu Carbfix aðferðarinnar fram að ganga.

Verkefni Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga eru tilgreind í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem skilgreinir kjarnastarfsemi þeirra. Þar er einnig áskilið að önnur verkefni séu heimil, svo fremi sem í þeim sé nýtt þekking og rannsóknir félaga innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur enda tengist þau kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Með frumvarpi þessu eru tekin af öll tvímæli um að Carbfix aðferðin teljist til slíkra verkefna.

Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 2. desember 2022.

 

Breyting á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira