Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Áform um lagabreytingu sem snýr að varðveislu fósturvísa

Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda áform heilbrigðisráðherra um lagasetningu til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Samkvæmt gildandi lögum er skylt að eyða fósturvísum við breyttar aðstæður aðila, s.s. eftir sambúðarslit. Áformuð lagabreyting snýr að því að einstaklingum sem eiga fósturvísa verði í sjálfsvald sett að ákveða um geymslu og notkun þeirra. Markmiðið er m.a. að tryggja jafnræði og fyrirbyggja að einstaklingum sé mismunað eftir ólíkum fjölskylduformum. Heilbrigðisráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort ráðast eigi í heildarendurskoðun laganna í framhaldi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira