Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2022 Matvælaráðuneytið

Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins

Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - myndGunnar Vigfússon
Á Matvælaþingi sem haldið var í Silfurbergi í Hörpu í gær flutti Olga Trofimtseva, fyrrum matvælaráðherra Úkraínu, erindi um framtíðarhorfur og áskoranir í matvælaframleiðslu í landbúnaði á heimsvísu.

Í máli Olgu kom fram að áskoranir á borð við loftslagsbreytingar, aðgengi að fæðu og fólksfjölgun í heiminum hafi legið ljósar fyrir í mörg ár, en horft hafi verið fram hjá þeim við ákvarðanatöku valdhafa. Áskorunin vegna fæðuöryggis átta milljarða jarðarbúa snúist meira um aðgengi að fæðu en framleiðslugetu. Pólitískur óstöðugleiki hafi aukist með höftum í alþjóðaviðskiptum og minnkandi vægi alþjóðastofnana á borð við Alþjóðaviðskiptastofnuninna (WTO) og jafnvel Sameinuðu Þjóðanna.

Fyrrgreindar áskoranir breyttust í framhaldi innrásar Rússa í Úkraínu 24. febrúar . Við tók fordæmalaus kreppa í orku-, matvæla-og fjármálageirum, ekki bara í Evrópu heldur á heimsvísu. Keðjuverkandi áhrif leiddu til hækkandi matarverðs í mörgum löndum og í kjölfarið verstu kreppu í áratugi.

Úkraína er einn stærsti útflytjandi heims á mat- og fóðurkorni, einkum maís, byggi og hveiti. Til viðbótar á landið stóran hlut í útflutningi á olíujurtum, sérstaklega til framleiðslu sólblómaolíu, en fjórðungur heimsframleiðslu kemur frá Úkraínu. Olga Trofimtseva taldi að ýmsan lærdóm mætti draga af skelfingum stríðsins, þ.á.m. mikilvægi þess að landbúnaðarframleiðsla geti aðlagast ófyrirséðum breytingum. Að auki þurfi stjórnvöld að hafa skýra landbúnaðar- og matvælastefnu til lengri og skemmri tíma. Mestu máli skipti þó fólkið í landinu, mannauðurinn í öllum myndum.

Í erindi sínu benti Olga Trofimtseva einnig á að einfaldar lausnir dugi skammt vegna þeirra áskoranna sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir í stjórnun á landbúnaði og framleiðslu landbúnaðarafurða. Heildstæð nálgun og nákvæm útfærsla sé það eina sem skilað geti áþreifanlegum árangri . Meginatriðið sé að finna jafnvægi milli aðlögunarhæfni og vaxtar, framleiðni og sjálfbærni í landbúnaðarframleiðslu. Pólitískar ákvarðanir muni snúast um að finna réttu leiðina til að hvetja til ábyrgrar neyslu matvæla og tryggja fæðuöryggi í víðri skilgreiningu . Nýsköpun og tækninýjungar, þ.m.t. erfðatækni þurfa að verða hluti af heildarmyndinni ásamt lífrænum matvælum.

Viðtal við Olgu Trofimtseva verður sýnt í Kastljósi á RÚV á næstunni.

Upptöku frá Matvælaþingi má sjá hér.

 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 1
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 2
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 3
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 4
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 5
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 6
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 7
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 8
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 9
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 10
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 11
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 12
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 13
 • Engar einfaldar lausnir í boði vegna áskorana í landbúnaðarframleiðslu heimsins - mynd úr myndasafni númer 14

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
14. Líf í vatni
15. Líf á landi
16. Friður og réttlæti
17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira