Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alveg sjálfsagt – ráðstefna um sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til ráðstefnunnar Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans mánudaginn 5. desember kl. 12:00–15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um störf sjálfboðaliða og áskoranir hjá samtökum sem reiða sig á störf þeirra.

„Með öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi byggjum við upp sterka einstaklinga. Þar gegna sjálfboðaliðar lykilhlutverki, án þeirra væri starfið ekki mögulegt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Öll viljum við búa í góðu samfélagi. Samfélag þar sem einstaklingar eru tilbúnir að ráðstafa tíma sínum og orku í þágu heildarinnar er gott samfélag. Sjálfboðaliðastarf tengt íþrótta- og æskulýðsfélögum er ómetanlegt og mikilvægt að ræða hvernig hægt er að viðhalda og efla slíkt starf í nútímasamfélagi.“

Opnað hefur verið fyrir skráningar og kemst takmarkaður fjöldi að. Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Ráðstefnan er ókeypis og eru allir velkomnir.

Uppfært 1.12 kl. 10:54 og 5.12 kl. 11:12


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum