Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stuðningur við börn sem verða fyrir eða beita ofbeldi

Guðrún Björg Ágústsdóttir hjá Foreldrahúsum og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra - mynd

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í dag samning til styrktar VERU, úrræðis Foreldrahúss fyrir börn í áhættuhegðun. Samningurinn snýr að stuðningi við börn sem eru þolendur ofbeldis eða sem beita ofbeldi.

Stuðningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi og samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

VERA er heildstætt langtíma meðferðarúrræði fyrir unglinga sem neyta fíkniefna. Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru landssamtök sem hafa rekið Foreldrahús frá árinu 1999. Foreldrahús býður uppá víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna. Þar starfa vímuefna- og fjölskyldufræðingar, listmeðferðafræðingur og uppeldis- og sálfræðiráðgjafi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum